Menning og skrif
Ég er búinn að vera öfga menningalegur undanfarið og séð: Hýbýli Vindanna: Magnað verk um svaðilför Íslendinga sem héldu til vesturheims í leit að betra lífi. Mér var sagt að verkið hafi verið 4 tíma verk í upphafi en verið stytt mjög viku fyrir frumsýningu. Ég býð því spenntur eftir framhaldinu þar sem nóg efni er eftir!
Brotið: Um ástina og það hversu langt fólk er tilbúið að ganga vegna hennar. Verkið er alveg frábært en það er hún Þórdís vinkona mín sem samdi það. Verkið snertir mann mjög og hvet ég alla til að skella sér...ótrúlega magnað verk!!
Ég er ekki hommi: Hin besta skemmtun, sýnt í Lofkastalanum. Það er búið að vera mikið fjaðrafok vegna atriðis þar sem prestur misnotar lítinn dreng og þá aðallega vegna þess að allir sýningargestir hlæja yfirleitt yfir allt atriðið. Það þykir auðvitað ekki rétt í þessum fullkomna heimi okkar. Reyndar hlær maður af tvískinnunginum í prestinum en ekki sifjaspjallinu sjálfu en fæstir ná því held ég. Frábær skemmtun í alla staði!
Pilobolus: Danssýningin sem var í Laugardalshöll um síðustu helgi. Vá, þvílík upplifun. Það var eins og þyngdarlögmálið hafi verið tekið úr sambandi á sviðinu á tímabili. Algjör snilld og er víst að slá í gegn út um allan heim, voru í 60 mínútum nýlega ofl.
Ég hef einnig verið að skrifa talsvert undanfarið. Meðal annars tvær greinar í Mannlíf sem birtast fljótlega, meira um það síðar.
Skólinn á annars hugann minn óskiptan þessa dagana. Fór í tvær áhugaverðar fyrirtækjaheimsóknir í gær en bæði fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera í mikilli baráttu við samkeppni frá Kína.
By
Gudmundur at 3/16/2005 04:47:00 e.h.
|