wföstudagur, mars 25, 2005


Sumarbústaðarferð, Skóli og Útvarp Saga kl 13 á morgun


Í nótt var ég í sumarbústað á Flúðum. Þar hitti ég Gunna, Eir og Elísu en Atli dj var einnig með okkur. Við áttum frábært kvöld, borðuðum dýrindis mat, fengum okkur ölara í pottinum og spiluðum.


Dagurinn í dag hefur verið notaður í lærdóm en í kvöld er það svo fertugsafmæli og tónlistarflutningur að því loknu í nótt. Á morgun er það hópfundur með skólanum en kl 13 verð ég á Útvarpi Sögu með honum Orra vini mínum þar sem við munum ræða hlutverk ríkisins í menningu og listum, sem við auðvitað teljum ekki vera neitt.



By Gudmundur at
3/25/2005 05:45:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli