wmiðvikudagur, mars 23, 2005


Verðbólga


Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sýna um 25 punkta og standa þeir nú í 9%. Þetta gerir bankinn til þess að reyna sporna við verðbólgunni sem stendur nú í 4,7% en lögum samkvæmt ber Seðlabankanum að halda verðbólgunni á milli 1 til 4% eins og þolmörkin á myndinni hér að neðan sýna.


Sé húsnæðisliðurinn tekin út úr vísitölunni stendur verðbólgan í aðeins 2%. Það er því þessi mikla hækkun á fasteignaverði sem er að skapa þennan verðbólguþrýsting. Á sama tíma má ekki gleyma að fjármagnskostnaður hefur lækkað mikið sem maður myndi ætla að yrði til lækkunar í vísitölunni. Staðreyndin er hins vegar sú að fimm ára meðaltal af raunvöxtum er notað við gerð vísitölunnar svo lækkun vaxta undanfarið hefur ennþá lítil áhrif á hana.


Þetta fyrirkomulag er svolítið magnað þar sem verðbólgan hefur gríðarleg áhrif á allt þjóðfélagið. Það er verulegt umhugsunarefni af hverju fimm ára meðaltalið er notað því hæglega væri hægt að nota 6 mánaða eða 12 mánaða meðaltal sem myndi gera það að verkum að vísitalan yrði mun lægri en hún er núna.



By Gudmundur at
3/23/2005 05:32:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli