wmiðvikudagur, apríl 13, 2005


Jack Welch, Heimapróf, Málþing ofl

Heimapróf og eitt venjulegt próf framundan hjá mér. Nóg að gera og rúmlega það. Er búinn að vera vinna talsvert undanfarið um helgar og er að fara spila á Eskifirði, hvorki meira né minna, á laugardagskvöldið næsta. Það verður mjög fróðlegt.

Annars er ég ennþá að bíða eftir Trendwatching.com glærunum sem átti að senda okkur eftir fyrirlesturinn um daginn. Mjög áhugaverður fyrirlestur í alla staði þó svo að það hafi ekki verið rosalega margt sem maður hafði ekki heyrt áður. Það var eiginlega meira hvernig það var kynnt sem var frábært og hreif mann upp úr skónum. Í stuttu máli var talað um að Kína væri mest spennandi markaðurinn um þessar mundir, ungakynslóðin í dag heitir generation C sem er rík, þenkjandi og ber virðingu fyrir foreldrum sínum og að lokum að netið eigi eftir að umturna öllu og þar verða fyrirtæki að vera á tánum.

Ég var einnig að byrja á nýrri bók í dag, Jack Welch – Winning. Straight from the gut las ég á leiðinni til Kanada mína fyrstu önn þar í Janúar 2002. Hún hreif mig strax á fyrstu síðunum og síðan þá hef ég verið mikill Welch fan. Svo mikill að einn viðskiptafræðikennari í Acadia, Walter Isenor, gaf mér einhvern tímann úrklippur úr nokkrum blöðum um Welch. Welch var þá einn af ríkustu mönnum USA og hafði ég nokkrum sinnum rætt hann við Isenor. Greinarnar voru hins vegar um skilnað sem Welch stóð í (reyndar starfslokasamning ofl sem hann fékk frá GE líka sem hafði valdið deilum) og tók hann af ríkra manna listanum þar sem fyrrverandi konan hans tók helming af öllu sem hann átti. Welch hafði nefnilega verið að halda við einn af ritstjórum Harvard Business Review sem konan hans hafði lítinn skilning á.

Winning lofar mjög góðu, hún fjallar um það hvernig eigi að sigra með aðferðum snillingsins. Straight from the gut var ævisagan Welch en Winning er meiri viðskiptafræðibók og tekur allar pælingarnar í Straight from the gut lengra sýnist mér.

Að lokum er málþing á vegum Frjálshyggjufélagsins á morgun. Það verður haldið í Iðnó í hádeginu en þar verður rætt um fjölmiðlafrumvarpið og munu Ingibjörg Sólrún og Friðbjörn Orri frá Frjálshyggjufélaginu mætast.


By Gudmundur at
4/13/2005 12:40:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli