wmiðvikudagur, apríl 27, 2005


Miðvikudagsblogg

Síðasta helgi var fullkomin. Ég var í sumarbústað með góðum vinum í góðu yfirlæti en grillið var notað óspart. Helginni verður best lýst eftirfarandi: góður félagskapur, með góðum drykkjum í heita pottinum uppi í sveit á himneskum fyrstu dögum sumars...óborganlegt alveg. Tilveran verður ekki miklu betri en þetta!

- - -

Þegar ég var að vinna hjá Tæknivali sett ég upp fyrstu tölvu fyrirtækisins sem var tengd netinu og hægt var að senda e-mail úr. Hjá Tæknivali vann ég um það leyti sem ég fékk bílpróf og nú telst ég ekki vera gamall! Á ekki lengri tíma eru tölvupóstsendingar orðnar jafn mikilvægur samskiptamáti og símtöl í daglegu amstri.

Í dag heyrði ég sem dæmi í vinkonu minni í Kanada, vini í Indlandi, félaga sem ég vann fyrir í Suður Afríku ásamt því að vera í sambandi við marga skólafélaga mína í MBA náminu vegna Kínaferðar sem við erum að skipuleggja. Við skipulagninguna hef ég notað tölvupóstinn til þess að vera í sambandi við Icelandair og tel ég víst að skólafélagi minn sem er að skipuleggja ferðina sé búin að vera í sambandi við aðila í Kína, líka með tölvupósti. Ótrúlegt verkfæri, landamæri hverfa og fjarlægðir sömuleiðis! Ég er orðin svo háður tölvupóstinum að ég læt GSMinn ná í póstinn minn á klukkutíma fresti þegar ég er ekki við tölvuna.

Bill Gates sagði einhvern tímann að breytingarnar sem við ættum eftir að sjá næstu 10 árin væru mun meiri en síðustu 50. Gaman að vera tækjafíkill á svona tímum.

Er að fara í próf í rekstrarstjórnun á föstudaginn og búinn að liggja vel yfir efninu. Ferlega ó-interesant fag finnst mér en þetta próf verður auðvitað tekið í nösina, en ekki hvað.

Var að uppgötva annað íslenskt band sem er algjör snilld, Trabant. Ég var að eignast nýju plötuna þeirra Emotional og satt að segja hef ég ekki hlustað á annað síðan. Nýja Emilíönu platan er líka nokkuð góð en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með nýju Daft Punk plötuna. Hef verið aðdáandi þeirra frá upphafi en nýja platan er engan veginn að heilla mig.

Annars eru það útlönd sem eiga hug minn allan þessa dagana. Það stendur til að fara til Boston að hitta Jóa vin minn, helst í byrjun næsta mánaðar. Þaðan er draumurinn að fara til Kanada og hitta þar hóp af gömlum skólafélögum sem eru að útskrifast. Vinahópurinn tvístrast eftir sumarið út um allan heim bókstaflega. Kína, Bretland, Marokkó og út um allt í Kanada sem dæmi. Síðan er ég að skipuleggja Kínaferð með skólanum eins og ég drap á áðan en svo eru London hugleiðingar í gangi ásamt Arizona ferð að hitta Stebba vin minn sem mig dauðlangar að gera. Spurning hvort það sé ekki kominn tími á að selja bílinn :D


By Gudmundur at
4/27/2005 11:55:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli