wþriðjudagur, apríl 05, 2005


Trendwatching.com og Saga

Ég var með Orra í þættinum Frelsinu á Útvarpi Sögu á sunnudaginn. Það var mjög gaman og svolítið magnað að vera með útvarpsþátt í yfir klukkutíma án þess að spila eitt einasta lag. Í gegnum tíðina hef ég hef verið í dagskrá á Mono 87,7, FM957 og Létt 96,7 en á öllum þessum stöðvum snýst dagskrárgerðin um að tala um veðrið, lagið sem er framundan og að segja hvað klukkan er. Auðvitað er þetta einföldun en samt ekki svo ýkja mikil og var þetta því hin besta skemmtun.
- - -
Mér var tjáð í dag að önnur grein hefði birst í Morgunblaðinu þar sem skoðun mín á lögum um reylausa veitingastaði var gagnrýnd. Ég hef ekki fundið hana ennþá svo ég hvet alla sem hafa séð hana að láta mig vita hvenær hún birtist: gag1@hi.is.
- - -
Á morgun er það svo Trendwatching.com fyrirlestur með Reinier Evers, stofnanda fyrirtækisins. Ég hendi hér inn gullmolum eftir fyrirlesturinn á morgun.


By Gudmundur at
4/05/2005 12:38:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli