wþriðjudagur, maí 03, 2005


Fjöldi skráðra afbrota í Reykjavík '99 til '03 per 1000 íbúa í Reykjavík

Það er ekki þverfótað fyrir fréttum af glæpum af öllum stærðum og gerðum í fjölmiðlum þessa dagana. Það mætti halda að allt væri að fara fjandans til á skerinu. Hvað segja tölurnar?

Ég fann reyndar aðeins tölur fyrir Reykjavík sem spanna árin ’99 til ’03. Þær tölur leiðrétti ég fyrir fólksfjölda en þá urðu eftirfarandi tvær myndir til.

Ofbeldisbrotum hefur fækkað talsvert undanfarin ár en fíkniefnabrotum og kynferðisbrotum fer fjölgandi. Ég tel reyndar að kynferðisafbrot séu að aukast vegna meiri umræðu um þessi mál sem auðveldar fólki að koma fram og kæra, en ég hef ekkert nema tilfinningu mína sem rök fyrir þessari skoðun.

Auðgunarbrotum hefur hins vegar fækkað og eignaspjöll voru færri 2003 en 1999.
Þó ofbeldisverkin sem við fréttum af í fjölmiðlum séu flest tengd fíkniefnaheiminum (amk segja fjölmiðlar það) flokkast þau sem ofbeldisbrot hjá lögreglunni og því áhugavert að sjá að þeim brotum fækkar á meðan fjöldi fíkniefnabrota eykst. Hvaða ályktun ættu maður að draga af því?



By Gudmundur at
5/03/2005 02:44:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli