wmánudagur, maí 02, 2005


Takk fyrir!

Þetta tók nú ekki langan tíma en núna er ég allur í saumum og veseni. Ég og læknirinn ræddum aðeins saman á meðan kuklað var í mér og kom þá til tals hvað við hefðum það gott að búa á Íslandi og fá ,,ókeypis” heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi, sagði hann mér, kostar álíka aðgerð og ég var í svona um 70-100þ í US. Ég borgaði í dag 1700kr.

Við Íslendingar, var mér sagt, erum því að fá þetta frítt. Það er nú samt auðvitað ekki svo.

Þetta er sami misskilningur og Steinunn Valdís varð fyrir þegar hún boðaði ókeypis leikskóla. Auðvitað er þetta ekki ókeypis, það er bara einhver annar sem borgar en sá sem fær þjónustuna. Í mínu tilfelli var ég að láta taka bletti af mér vegna notkunar á ljósabekkjum en alla tíð hef ég verið meðvitaður um skaðsemi þeirra.

Þú lesandi góður varst því að splæsa í aðgerð fyrir mig og kann ég þér mínar bestu þakkir fyrir!

Ef aðgerðin kostar 70 til 100þ á einkareknu sjúkrahúsi í US má færa sterk rök fyrir því að sama aðgerð kosti mun meira í raun á Íslandi þar sem ríkið er afleitt í öllum rekstri.

Það sem er súrast við þetta allt saman er að þeir sem borga undir mig núna hafa það margir hverjir mun verr en ég, þrátt fyrir að ég sé í námi. Með öðrum orðum hellingur af fáttækara fólki en ég, er látið borga mjög háa skatta til þess að fjármagna þjónustuna.

Svona að lokum vil ég bæði þakka aftur fyrir mig og benda á að það hefði ekki verið neitt mál fyrir mig að punga út 70-100þ fyrir aðgerðina hefði ég þurft! Þá er eina spurningin sem er eftir, hvar er réttlætið í því að taka fé af fáttæku fólki svo ég og aðrir sem vel gætu borgað fyrir þjónustuna sjáfir fáum hana frítt?


By Gudmundur at
5/02/2005 10:06:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli