wmiðvikudagur, janúar 31, 2007


Ég er búinn að vera eiga aðeins við síðuna og ætla byrja að blogga reglulega frá og með deginum í dag aftur.

Í nóvember 2002 byrjaði ég að blogga, þá nýlega byrjaður að leggja stund á hagfræði í Kanada. Nú er lok janúar 2007 og ég bý í London! Ef ég horfi til baka hefur þetta verið ótrúlega magnaður tími, eiginlega hálf ótrúlegur.

Þessa dagana er ég að leita mér að íbúð af fullum krafti á Íslandi til að setja í leigu. Budgetið er svona 17-18 milljónir og 101 svæðið í forgangi. Ásgeir kemur svo til London annaðkvöld, Þorrablót Íslendingafélagsins í Bretlandi á laugardaginn (stærsta Íslendingauppákoman í Bretlandi með yfir 300 gestum) og ég fer til Íslands á miðvikudag/fimmtudag í næstu v/ráðstefnu.

Á morgun er það svo Measuring Advertising Performance ráðstefna á vegum WARC http://store.warc.com/DisplaySection.aspx?Section=8&ProductID=3313. Hlakka mikið til að sækja hana þar sem ég hef eytt töluverðum tíma í þetta topic undanfarið.

Kláraði æðislega bók í gær: What they dont teach you in Harvard Business school en byrjaði á annarri sem lofar ekki síður góðu, The Ultimate Question eftir Fred Richheld. Meira um hana síðar.


By Gudmundur at
1/31/2007 09:38:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli