wmiðvikudagur, janúar 31, 2007


Geta auglýsingar breytt því hvernig áhrif vörur hafa á fólk?


Í Journal of Marketing Research fyrir nokkrum árum var gerð könnun á orkudrykkjum og áhrif af neyslu þeirra. Neysla orkudrykkja hefur líkamleg áhrif, eykur blóðþrýsting. Það er því auðvelt að kanna hversu vel neysla þerra hefur áhrif á neytendur.Í stuttu máli voru nokkrir hópar, hluti fékk orkudrykk með virkum efnum (líkt og Bomba og Magic) aðrir drykk með engum virkum efnum. Öllum hópum var sagt að þeir væru að drekka orkudrykki.

Blóðþrýstingurinn hjá þeim sem drukku drykkinn með engum "orkuefnum" jókst jafn mikið og hjá þeim sem drukku orkudrykk í raun og veru. Ef hóparnir trúðu því að orkudrykkir myndu auka blóðsþrýstinginn, sama hvort þeir drukku orkudrykk eða drykk sem var með engum virku "orkuefnum", þá jókst blóðþrýstingurinn hjá þeim.Með orðum orðum, markaðsherferðir geta haft áhrif á eiginleika vöru!



By Gudmundur at
1/31/2007 06:49:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli