wsunnudagur, febrúar 18, 2007


Lélegur að blogga?

Það eru allir að skamma mig fyrir hvað ég er lélegur að blogga. Varan ekki í samræmi við loforðið? Ég var kannski heldur yfirlýsingaglaður þegar ég hóf blogg að nýju.
Á meðan ég horfði á Eurovision í gær með öðru auganu keypti ég stjörnukort á mbl.is. Þegar ég las það fékk ég taugaáfall! Mér var næst að halda að MBL hefði hringt í mömmu og spurt um mig. Þetta er hálf scary hversu lýsingin á vel við mig! Ég er amk sannfærður um þessa stjörnumerkjafræði og pælingarnar á bak við hana eftir þetta. Hvet alla til að prófa á mbl.is, mjög magnað!

Týndi annars veskinu mínu á föstudagskvöldið, VAR EDRÚ! Fór strax í að loka öllum kortum en daginn eftir fékk ég símhringingu frá leigubílstjóra sem hafði keyrt mig kvöldið áður. Veskið var fundið og hann bauðst til að keyra það til mín. Maður verður hálf snortinn þegar maður upplifir svona í borg sem hefur yfir 7 milljónir íbúa og er gríðarlega ópersónuleg. London kom mjög á óvart í þetta skiptið.

- - -

Magnað hvað markaðsstarf getur haft áhrif á skynjun á vörum. Það var gerð rannsókn fyrir 10 árum þar sem sýndar voru myndir af tveimur konum. Þegar þær voru nafnlausar fannst hópnum konurnar báðar álíka fallegar. Um helmingur sagði A fallegri og hinn helmingur B. Þegar hins vegar voru sett nöfn á myndirnar, annað viðkunnalegra en hitt (A-Kristín, B-Geirþrúður sem dæmi) kom A mun betur út. Þ.e.a.s. fleirum fannst A fallegri þegar það var komið nafn á þær báðar!

Svipað á sér stað í bragðkönnunum á bjór. Stella bjór kemur yfirleitt mjög illa út ef bragðprófunin er blindandi. Ef hins vegar fólk fær að vita hvaða tegundir af bjór það er að drekka breytast svör þeirra gríðarlega. Stella bjór kemur sem dæmi miklu betur út úr bragðprófum þegar fólk veit að það er að drekka Stellu. Markaðsstjóri Stellu greinilega að vinna fyrir laununum sínum.

- - -

Að lokum kem ég til Íslands næstu helgi, fer á fimmtudagskvöldið til Íslands og aftur til London á sunnudaginn.


By Gudmundur at
2/18/2007 05:16:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli