wþriðjudagur, febrúar 20, 2007


London og Ísland - hitt og þetta

Ég held að það sé nokkuð til í þessari tilvitnun í rithöfundinn Samual Johnson:

“When a man is tired of London, he is tired of life; for there is in London all that life can afford.”

London er ótrúlega mögnuð borg og hreint út sagt ótrúlegt að Íslendingar séu að ná svona miklum árangri hérna í viðskiptum. Hvernig geta Íslendingar sem bjuggu í moldarkofum í byrjun tuttugustu aldarinnar náð svona miklum árangri í borg sem sett var á fót árið 43? London er fjármálamiðstöð heimsins og svo sannlega höfuðborg Evrópu.

Það er einmitt hversu nýlega við losnuðum við spennutreyjuna og gátum farið að eiga frjáls viðskipti við löndin í kringum okkur sem ýtir undir þennan árangur. Einn bankamaður sem ég spjallaði við um daginn lýsti þessu með myndlíkingu um kýrnar þegar þeim er sleppt út á vorin og verða alveg trylltar. Íslendingar sjá tækifæri allsstaðar!

Einnig hefur skipt miklu að bankarnir fóru í útrás á sama tíma og fjárfestarnir. Ennfremur eru það þrjú atriði í kúltur okkar sem hafa hjálpað gríðarlega:

1. “það verður að gerast strax” mentalitíið
2. Engin stéttaskipting, allir eru jafnir og ég get alveg vaðið inná skrifstofu forstjórans og sagt honum til syndanna
3. Nei er ekki svar, allt er hægt

Ég skrifaði eftirfarandi í ritgerð um alþjóðavæðingu Íslands þegar ég var í kanada:

“In 1870 Iceland had a GDP that was a little bit lower than Congo’s today and it had the life expectancy of about 20 years lower than Congo has. Children’s mortality rate was
46/100 (much higher than in most developing countries today) and those who lived to
be 13 years old became fully fledged workers (however, children usually did start to
work much sooner).”



By Gudmundur at
2/20/2007 10:10:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli