wmánudagur, febrúar 19, 2007


Mánudagur

Í dag er týpískur mánudagur. Frekar kuldalegt úti, búið að vera alveg við það að byrja rigna í allan dag og bara hálf dimmt yfir. Getur verið að þetta sé í hausnum á mér? Gæti verið, samt er ég búinn að vera ferlega góður bara.

Ég er búinn að ná að áorka miklu í dag. Ég fann loksins tösku til að nota undir fartölvuna og skjöl en sú leit hefur staðið yfir frekar lengi. Taskan fannst á ebay og var uppboðið unnið kl 2.30 í nótt! Hún er á leið til London frá New York í þessum töluðu orðum. Mjög gott mál. Rétt í þessu lauk ég einnig við næstu grein í Markað Fréttablaðsins en ég hef skrifað greinaröð um markaðsmál þar undanfarið sem ég hef geysilega gaman af.

Þegar maður skrifar þarf maður skipulega að koma hugsunum sínum og pælingum niður á blað . Þetta er ákveðin heila leikfimi en þar sem ég er óstjórnlega forvitinn þykir mér upplýsingaöflunin fyrir skrif álíka skemmtileg og skrifin sjálf. Það er líka einhver góð tilfinning sem maður fær að loknum skrifum, maður er búinn að skapa eitthvað. Mjög spes.

Alla vega skrifa ég um Engagement í þetta skiptið. Þetta orð er á allra manna vörum í auglýsingaheiminum í dag en enginn virðist vita nákvæmlega hvað það er þó það viti hvað það á að vera. Greinin verður í Fréttablaðinu í þessari viku, set hana inná síðuna eftir svona 1-2 vikur.

Rakst á skemmtilega tilvitnun í Herbert Simon sem er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði við skrifin sem mér þykir nokkuð snjöll. ,,The challenge of the information age is not to provide more information to people but to allocate the time they have to the available information, so that they will only get the information that is most important and relevant to the decisions they want to make. “ Hefur mikið að gera með engagement.

Og já að lokum, það búa 274.000 manns í þessum litla bæ, Wandsworth, sem ég bý í í London. Ég leigi með tveimur Íslendingum hérna og þykjumst við búa frekar vel. National Statistics í UK segir Wandsworth hins vegar vel fyrir neðan miðju hvað varðar fjölda fáttækra! Maður þarf að athuga þetta eitthvað! Skv. tölunum búum við í einhverjum slömmi!


By Gudmundur at
2/19/2007 08:08:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli