wmiðvikudagur, mars 28, 2007


Á maður ekkert að dvelja of lengi við hlutina?


Magnað hvernig við tökum oft ákvarðanir. Á sekúndubrotum veit maður oft hvora leiðina maður vill fara en það er ómögulegt að skýra útaf hverju maður er svona viss. Þegar við stöndum frammi fyrir einhverri vöru eða kynnumst einhverjum nýjum þá oft vitum við hreinlega strax hvort okkur líkar við einstaklinginn eða vöruna.

Þegar maður var í skóla vissi maður sem dæmi strax hvort manni líkaði við kennara eða ekki. Það tók ekki heila önn, ár eða marga tíma með honum. Af hverju er ég að pæla í þessu? Ég var að byrja á bók, Blink, sem er frá sama höfundi og The Tipping Point sem er alveg frábær.

Það hefur verið gerð rannsókn á þessu, sem talað er um í Blink, þar sem nemendur fengu þrjú 10 sec. videomyndbönd af kennurum með engu hljóði. Enginn af nemendunum átti erfitt með að gera upp hug sinn varðandi kennarann, hversu góðir eða slæmir þeir voru. Þegar myndböndin voru stytt í 5 sec. hafði það engin áhrif, útkoman var sú sama. Meira að segja þegar myndböndin voru stytt niður í 2 sec. voru niðurstöðurnar ótrúlega líkar!

Þegar sömu kennarar voru metnir af nemendum sem höfðu setið heila önn með þeim voru niðurstöðurnar þær sömu! Það er hreint ótrúlega magnað hvað undirmeðvitundin okkar er öflug! Samt er það viðtekin venja hjá okkur að við eigum aldrei að dæma bók af umbúðunum, hugsa áður en við tökum ákvarðanir...safna eins miklu upplýsingum áður en við förum af stað og svo framvegis!

Mér finnst þetta áhugavert sérstaklega með tilliti til spjalls sem ég heyrði af við Björgólf. Einn sem ég kannast við spjallaði við hann og fór að spyrja hvernig hann færi að því að ná svona miklum árangri í fjárfestingum sínum. Björgólfur svaraði því til að hann dveldi ekki of lengi við hlutina og væri ekki að velta þeim of mikið fyrir sér. ,,Það borgar sig ekki að eyða of miklum tíma í ákvarðanir, það er miklu öflugra að láta bara vaða ef maður hefur góða tilfinningu fyrir þeim.”

Ég er búinn að vera 6 ár í háskóla þar sem ég hef verið formataður á því að stoppa, gefa sér góðan tíma og velta hlutunum nógu vel fyrir sér með öllum tiltækum upplýsingum áður en vaðið er af stað. Eftir 6 ár er ég samt ennþá frekar ör og veð frekar fljótt í hlutina...ætti ég þá nokkuð að breyta því?


By Gudmundur at
3/28/2007 05:53:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli