wmánudagur, apríl 09, 2007


Ný vika framundan.

Síðustu tvær vikur hafa verið ótrúlega fljótar að líða. Síðustu helgi kom Donna vinkona í heimsókn til að vitja rúmsins síns (var ekki sátt þegar hún frétti að við hefðum tekið rúmið hennar út á svalir áðan til að liggja í sólinni). Áttum frábæra helgi, farið á markaði, bátsferð á Thames, tekið á því á djamminu og út að borða á Zuma. Zuma er með þeim mögnuðustu veitingastöðum sem ég hef borðað á. Talinn með þeim top 10 bestu í London. Þegar tekið er á móti bílnum þínum og honum lagt fyrir þig veit maður að maturinn verður dýr. Staðurinn er Japanskur fusion og deildum við fullt af smáréttum. Það voru amk tveir þjónar fyrir hvert borð og þjónustan ótrúleg en maturinn sömuleiðis. Kjartan og sambýlingar mínir komu með okkur.

Mamma og pabbi komu svo á miðvikudagskvöldið ásam Ásgeiri og Tinnu vinkonu hans. Ég og foreldrarnir leigðum bíl og keyrðum út um allar trissur. Það var farið til Bath sem er æðislegur lítill bær vestan af London, fullur af gömlum rómverskum böðum. Á leiðinni til baka var stoppað og Stonehenge bornir augum. Daginn eftir var það svo Dover þar sem snekkjan fer yfir til Frakklands ásamt því að kíkja til Brighton sem er ekkret smá flottur lítill bær. Maður þarf svo sannarlega að fara þangað aftur (og auðvitað yfir til Frakklands við fyrsta færi)

Fólkið fór allt í gær en það er búið að vera mikil keyrsla og veðrið í kringum 20 gráður allan tímann. Það er ljóst að sumarið er komið í London!

Í dag var sófasettið tekið út á svalir aftur og unnið aðeins en lítið fór fyrir lærdóm. Er að klára grein í Markaðinn sem birtist miðvikudaginn um mobile marketing. Ferlega skemmtilegir hlutir að gerast þar.

Lokaritgerðin er farin frá mér og þarf ég formlega aldrei að hafa áhyggjur af lokaritgerð aftur....nú eru bara tveir tímar eftir. Í sumar verð ég kominn með MBA gráðu.

Nokkrar ótrúlega magnaðar staðreyndir um London, höfuðborg evrópu.
1/5 er ólæs á tölur
1/6 er ólæs með öllu
1/3 hættir í skóla áður en grunnmentunn er lokið.


By Gudmundur at
4/09/2007 04:18:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli